Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 14:20 Innbrotsþjófarnir virtust ekki kippa sér upp við eftirlitsmyndavélina. Skjáskot Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira