Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 09:56 Veðrið leikur ekki við landann, eða ferðamennina, þessa dagana. Vísir/Arnar Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi. Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Sjá meira
Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi.
Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Sjá meira