Uppgjörið og viðtöl: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti Dagur Lárusson skrifar 21. júní 2024 19:55 Freyja Karín skoraði sigurmark Þróttar. Vísir/Vilhelm Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti. Fyrir leik var Stjarnan í sjötta sæti deildarinnar með níu stig á meðan Þróttur var í neðsta sætinu með fjögur stig. Það má með sanni segja að fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur. Það var mjög lítið um færi og skot á mark og því heldur lítið að skrifa um í blaðamannastúkunni. Það var ekki fyrr en undir lokin í fyrri hálfleiknum þar sem dró loks til tíðinda. Á 40.mínútu fengu Þróttarar hornspyrnu og barst boltinn til Freyju Karínar inn á teig sem náði skoti að marki sem endaði í netinu. Varnarmaður gestanna reyndi að koma boltanum í burtu en boltinn var þegar kominn inn fyrir línuna. Staðan 1-0 í hálfleik. Atvik leiksins Það er nú ekki úr mörgum atvikum að velja þar sem þetta var einn rólegasti leikurinn í sumar og því verður maður að velja eina mark leiksins sem kom í blálokin á fyrri hálfleiknum. Stjörnurnar og skúrkarnir Virkilega erfitt að velja bæði í kvöld. Freyja Karín er eflaust stjarna leiksins fyrir að skora eina mark leiksins. En hvað varðar skúrka er það ef til vill of erfitt að velja að þessu sinni. Dómararnir Það fór virkilega lítið fyrir þeim og það er alltaf gott og þeir fá því hæstu einkunn frá mér. Stemningin og umgjörð Ég myndi segja að stemningin og umgjörðin hafi verið til fyrirmyndar í kvöld. Auðvitað vill maður alltaf sjá fleiri í stúkunni en það er eins og það er. Svona sigur nærir sálina Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunnivísir / anton brink „Eins og þetta er búið að vera hjá okkur í sumar þá var þetta alls ekki þægilegur sigur,“ byrjaði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, að segja eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta er búið að vera þannig hjá okkur í sumar að þetta er alltaf búið að vera á brúninni einhvern veginn og því fannst mér ekki þægilegt að vera bara 1-0 yfir eftir fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað komið okkur í mikið betri stöðu,“ hélt Óli áfram að segja. „Það var virkilega góð seigla í liðinu og það er kannski svolítið það sem við erum búnir að vera að bíða eftir hjá liðinu. Við vorum að standanst áhlaupin þó svo að Stjarnan náði kannski ekki að opna okkur neitt rosalega mikið. Við náðum að verjast mjög vel og áttum svo alltaf skyndisóknar möguleika.“ Óli talaði síðan um hvað þessi sigur gefur liðinu en hann er aðeins annar sigur liðsins í deildinni í sumar. „Við erum búnar að vera að spila prýðilega og mér fannst til dæmis Breiðabliks leikurinn betri en þessi en við töpum honum samt 3-0. En svona sigur hann nærir sálina,“ endaði Óli á að segja. Sendingarnar verða að vera með eitthvað heimilisfang Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst varnarleikurinn í raun bara vera fínn og pressan á köflum var í lagi en við sköpuðum alltof fá færi,“ byrjaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, að segja eftir leik. „Sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður. Við tökum rangar ákvarðanir trekk í trekk og við eigum möguleika á að sækja í opin svæði en við bara gerum það ekki. Annað hvort rekjum við boltann of langt eða sendum á andstæðing og það var aðallega það sem vantaði upp á,“ hélt Kristján áfram að segja. Kristján segir að hann vilji að stelpurnar sínir hætti að hugsa um þennan leik sem fyrst þar sem það er stutt í næsta leik. „Já ég sagði þeim bara að setja hausinn upp þar sem það er stutt í næsta leik. Síðan sagði ég við þær það sama og ég segi við þig að sóknarleikurinn þarf að vera betri og sendingarnar þurfa að vera með eitthvað heimilisfang,“ endaði Kristján á að segja. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti. 21. júní 2024 19:55
Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti. Fyrir leik var Stjarnan í sjötta sæti deildarinnar með níu stig á meðan Þróttur var í neðsta sætinu með fjögur stig. Það má með sanni segja að fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur. Það var mjög lítið um færi og skot á mark og því heldur lítið að skrifa um í blaðamannastúkunni. Það var ekki fyrr en undir lokin í fyrri hálfleiknum þar sem dró loks til tíðinda. Á 40.mínútu fengu Þróttarar hornspyrnu og barst boltinn til Freyju Karínar inn á teig sem náði skoti að marki sem endaði í netinu. Varnarmaður gestanna reyndi að koma boltanum í burtu en boltinn var þegar kominn inn fyrir línuna. Staðan 1-0 í hálfleik. Atvik leiksins Það er nú ekki úr mörgum atvikum að velja þar sem þetta var einn rólegasti leikurinn í sumar og því verður maður að velja eina mark leiksins sem kom í blálokin á fyrri hálfleiknum. Stjörnurnar og skúrkarnir Virkilega erfitt að velja bæði í kvöld. Freyja Karín er eflaust stjarna leiksins fyrir að skora eina mark leiksins. En hvað varðar skúrka er það ef til vill of erfitt að velja að þessu sinni. Dómararnir Það fór virkilega lítið fyrir þeim og það er alltaf gott og þeir fá því hæstu einkunn frá mér. Stemningin og umgjörð Ég myndi segja að stemningin og umgjörðin hafi verið til fyrirmyndar í kvöld. Auðvitað vill maður alltaf sjá fleiri í stúkunni en það er eins og það er. Svona sigur nærir sálina Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunnivísir / anton brink „Eins og þetta er búið að vera hjá okkur í sumar þá var þetta alls ekki þægilegur sigur,“ byrjaði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, að segja eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta er búið að vera þannig hjá okkur í sumar að þetta er alltaf búið að vera á brúninni einhvern veginn og því fannst mér ekki þægilegt að vera bara 1-0 yfir eftir fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað komið okkur í mikið betri stöðu,“ hélt Óli áfram að segja. „Það var virkilega góð seigla í liðinu og það er kannski svolítið það sem við erum búnir að vera að bíða eftir hjá liðinu. Við vorum að standanst áhlaupin þó svo að Stjarnan náði kannski ekki að opna okkur neitt rosalega mikið. Við náðum að verjast mjög vel og áttum svo alltaf skyndisóknar möguleika.“ Óli talaði síðan um hvað þessi sigur gefur liðinu en hann er aðeins annar sigur liðsins í deildinni í sumar. „Við erum búnar að vera að spila prýðilega og mér fannst til dæmis Breiðabliks leikurinn betri en þessi en við töpum honum samt 3-0. En svona sigur hann nærir sálina,“ endaði Óli á að segja. Sendingarnar verða að vera með eitthvað heimilisfang Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst varnarleikurinn í raun bara vera fínn og pressan á köflum var í lagi en við sköpuðum alltof fá færi,“ byrjaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, að segja eftir leik. „Sóknarleikurinn var bara alls ekki nægilega góður. Við tökum rangar ákvarðanir trekk í trekk og við eigum möguleika á að sækja í opin svæði en við bara gerum það ekki. Annað hvort rekjum við boltann of langt eða sendum á andstæðing og það var aðallega það sem vantaði upp á,“ hélt Kristján áfram að segja. Kristján segir að hann vilji að stelpurnar sínir hætti að hugsa um þennan leik sem fyrst þar sem það er stutt í næsta leik. „Já ég sagði þeim bara að setja hausinn upp þar sem það er stutt í næsta leik. Síðan sagði ég við þær það sama og ég segi við þig að sóknarleikurinn þarf að vera betri og sendingarnar þurfa að vera með eitthvað heimilisfang,“ endaði Kristján á að segja.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti. 21. júní 2024 19:55
Leik lokið: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti. 21. júní 2024 19:55
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti