Framtíðin í forgang! Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. júní 2024 07:01 Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun