Stöð 2 Sport
Þróttur og Stjarnan eigast við í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu klukkan 17:50 áður en Íslandsmeistarar Vals taka á móti FH klukkan 20:05.
Klukkan 22:10 eru Bestu mörkin svo á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 4
KPMG Women's Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram klukkan 20:00.
Stöð 2 Sport 5
Þór/KA tekur á móti Fylki í Bestu-deild kvenna klukkan 17:50 og á sama tíma mætast Keflavík og Tindastóll á hliðarrás Bestu-deildarinnar.
Vodafone Sport
Formúlan tekur gott pláss á Vodafone Sport í dag. Beinar útsendingar frá æfingum í Formúlu 1 og tímatökum í Formúlu 2 og 3 verða í gangi frá klukkan 11:25.
Klukkan 17:00 er svo komið að Opna Evrópumótinu í pílukasti áður en Oilers og Panthers eigast við í úrslitum NHL-deildarinnar í íshokkí.