Hvað verður um þau? Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. júní 2024 16:00 „Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
„Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar