Blóðgjöf - Taktu þátt Aðalsteinn Sigfússon skrifar 20. júní 2024 16:00 Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun