„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:39 Denys og Harry Hughes hjón frá Liverpool báru Íslandi ákaflega vel söguna. Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35