Með lygum skal land byggja Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun