Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júní 2024 22:00 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Diego HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira