Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2024 21:31 Mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið í verslunum Kúltúr frá því á laugardag. Svona var umhorfs í Kúltur menn í dag. Vísir/Sigurjón Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag, Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag,
Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28