Þjófar fagna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:01 Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mannréttindi Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun