Íslenskir unglingar undir pari í skapandi hugsun hins daglega lífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2024 13:59 Íslensk ungmenni hafa komið illa út úr PISA-könnunum undanfarin ár. Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag. Íslenskir nemendur hafa þó góða trú á eigin getu. Um er að ræða nýjan valkvæðan hluta PISA-könnunarinnar 2022 sem Ísland tók þátt í ásamt 63 öðrum þjóðum. Meðal annarra niðurstaðna könnunarinnar voru þær að annar hver fimmtán ára drengur byggi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Fram kemur á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins að könnuninni sé fyrst og fremst ætlað að meta skapandi hugsun af því tagi sem allir einstaklingar búi yfir og noti í daglegu lífi. Ekki sé um að ræða mat á listrænum hæfileikum nemenda. Þetta er í fyrsta sinn sem könnun á skapandi hugsun er framkvæmd í PISA. Nemendur unnu með sögu- og textahugmyndir, settu saman einföld myndræn verk og lögðu til lausnir við samfélagslegum og vísindalegum úrlausnarefnum. Verkefnin reyndu ýmist á frumleika í hugmyndum, hugmyndaauðgi eða færni nemenda í að meta og bæta hugmyndir. Dæmi um verkefni og nánari niðurstöður er að finna í skýrslu OECD um skapandi hugsun í PISA 2022. Undir meðallagi Þátttaka í fyrirlögn verkefna um skapandi hugsun var valkvæð og tóku 64 ríki þátt, þar af 28 af 38 ríkjum OECD. Í heild var frammistaða íslenskra nemenda (30,5 stig) undir meðaltali OECD-ríkja (33 stig). Önnur Norðurlönd sem tóku þátt voru Danmörk og Finnland og frammistaða þar var betri en að jafnaði í ríkjum OECD. Á Íslandi teljast 72% nemenda búa yfir grunnhæfni PISA í skapandi hugsun en að meðaltali í OECD-ríkjum var hlutfallið 78%. Hlutfall nemenda sem teljast hafa afburðahæfni var 21% á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja var 27%. Íslenskir nemendur sýndu betri færni í verkefnum sem reyndu á frumlegar hugmyndir og verkefnum þar sem unnið var með sögu- eða textahugmyndir, miðað við önnur verkefni. Íslenskar stúlkur stóðu sig talsvert betur en drengir og þannig teljast 79% þeirra hafa grunnhæfni og 27% afburðahæfni, sem er nálægt en þó undir meðaltali stúlkna í OECD-ríkjum (82% og 31%). Munurinn er meiri meðal drengja þar sem 65% hafa grunnhæfni og tæplega 16% afburðahæfni en samsvarandi hlutföll í ríkjum OECD eru 75% og 23% að jafnaði. Nemendur hafa sterka trú á eigin getu Svör íslenskra nemenda við spurningalistum PISA gefa til kynna að þeir hafi jákvæð viðhorf gagnvart sköpun og sköpunargáfu. Miðað við jafnaldra þeirra í ríkjum OECD sjá þeir að jafnaði fleiri tækifæri til sköpunar í ólíkum greinum og trúa því frekar að sköpunargáfu sé hægt að þjálfa og efla. Íslenskir nemendur hafa einnig fremur sterka trú á eigin getu til að vera skapandi og til að leysa verkefni með skapandi hætti. Þá var meirihluti þeirra sammála því að þeir fái tækifæri (70%) og hvatningu (75%) til að vera skapandi í kennslutímum og slík upplifun var algengari hér en að jafnaði í OECD-ríkjum (63% og 64%). Aðgerðaráætlun vegna PISA 2022 Á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að ráðuneytið vinni að aðgerðaráætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA 2022 í samstarfi við breiðan hóp hagsmunaaðila. „Farið verður yfir viðbótarniðurstöður PISA um skapandi hugsun sem nú liggja fyrir og aðgerðaráætlunin uppfærð m.t.t. þeirra. Aðgerðaáætlunin verður kynnt til samráðs á föstudag og aðgerðunum hrint í framkvæmd í innleiðingu 2. áfanga menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 sem kynntur verður í haust,“ segir í tilkynningunni. Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Um er að ræða nýjan valkvæðan hluta PISA-könnunarinnar 2022 sem Ísland tók þátt í ásamt 63 öðrum þjóðum. Meðal annarra niðurstaðna könnunarinnar voru þær að annar hver fimmtán ára drengur byggi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Fram kemur á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins að könnuninni sé fyrst og fremst ætlað að meta skapandi hugsun af því tagi sem allir einstaklingar búi yfir og noti í daglegu lífi. Ekki sé um að ræða mat á listrænum hæfileikum nemenda. Þetta er í fyrsta sinn sem könnun á skapandi hugsun er framkvæmd í PISA. Nemendur unnu með sögu- og textahugmyndir, settu saman einföld myndræn verk og lögðu til lausnir við samfélagslegum og vísindalegum úrlausnarefnum. Verkefnin reyndu ýmist á frumleika í hugmyndum, hugmyndaauðgi eða færni nemenda í að meta og bæta hugmyndir. Dæmi um verkefni og nánari niðurstöður er að finna í skýrslu OECD um skapandi hugsun í PISA 2022. Undir meðallagi Þátttaka í fyrirlögn verkefna um skapandi hugsun var valkvæð og tóku 64 ríki þátt, þar af 28 af 38 ríkjum OECD. Í heild var frammistaða íslenskra nemenda (30,5 stig) undir meðaltali OECD-ríkja (33 stig). Önnur Norðurlönd sem tóku þátt voru Danmörk og Finnland og frammistaða þar var betri en að jafnaði í ríkjum OECD. Á Íslandi teljast 72% nemenda búa yfir grunnhæfni PISA í skapandi hugsun en að meðaltali í OECD-ríkjum var hlutfallið 78%. Hlutfall nemenda sem teljast hafa afburðahæfni var 21% á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja var 27%. Íslenskir nemendur sýndu betri færni í verkefnum sem reyndu á frumlegar hugmyndir og verkefnum þar sem unnið var með sögu- eða textahugmyndir, miðað við önnur verkefni. Íslenskar stúlkur stóðu sig talsvert betur en drengir og þannig teljast 79% þeirra hafa grunnhæfni og 27% afburðahæfni, sem er nálægt en þó undir meðaltali stúlkna í OECD-ríkjum (82% og 31%). Munurinn er meiri meðal drengja þar sem 65% hafa grunnhæfni og tæplega 16% afburðahæfni en samsvarandi hlutföll í ríkjum OECD eru 75% og 23% að jafnaði. Nemendur hafa sterka trú á eigin getu Svör íslenskra nemenda við spurningalistum PISA gefa til kynna að þeir hafi jákvæð viðhorf gagnvart sköpun og sköpunargáfu. Miðað við jafnaldra þeirra í ríkjum OECD sjá þeir að jafnaði fleiri tækifæri til sköpunar í ólíkum greinum og trúa því frekar að sköpunargáfu sé hægt að þjálfa og efla. Íslenskir nemendur hafa einnig fremur sterka trú á eigin getu til að vera skapandi og til að leysa verkefni með skapandi hætti. Þá var meirihluti þeirra sammála því að þeir fái tækifæri (70%) og hvatningu (75%) til að vera skapandi í kennslutímum og slík upplifun var algengari hér en að jafnaði í OECD-ríkjum (63% og 64%). Aðgerðaráætlun vegna PISA 2022 Á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að ráðuneytið vinni að aðgerðaráætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA 2022 í samstarfi við breiðan hóp hagsmunaaðila. „Farið verður yfir viðbótarniðurstöður PISA um skapandi hugsun sem nú liggja fyrir og aðgerðaráætlunin uppfærð m.t.t. þeirra. Aðgerðaáætlunin verður kynnt til samráðs á föstudag og aðgerðunum hrint í framkvæmd í innleiðingu 2. áfanga menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 sem kynntur verður í haust,“ segir í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42