Semja um markaðssetningu verðmæts augnlyfs Árni Sæberg skrifar 18. júní 2024 08:33 Forstjóri Alvotech, Róbert Wessmann. Vísir/Alvotech Alvotech og Advanz Pharma, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi, sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum, tilkynntu í dag að félögin hefðu undirritað nýjan samning um framleiðslu og markaðssetningu fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við augnlyfið Eylea. Tekjur af sölu lyfsins í Evrópu námu rúmlega 400 milljörðum króna í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að Eylea sé líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augnbotnahrörnun, sjóndepilsbjúgi og sjónukvilla af völdum sykursýki. Á árinu 2023 hafi tekjur af sölu Eylea í Evrópu numið um 2,9 milljörðum Bandaríkjadala, 407 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gagnaveitunni IQVIA. Alvotech þrói nú AVT06, sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í lágum skammti (2 mg) og AVT29 sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í háum skammti (8 mg). Fá fyrirframgreiðslu Samkvæmt samkomulaginu muni Alvotech bera ábyrgð á þróun og framleiðslu á AVT06 og AVT29, en Advanz Pharma verði ábyrgt fyrir því að tryggja markaðsleyfi og sjá um sölu og markaðssetningu. Advanz Pharma fari með einkarétt til sölu í Evrópu, að frátöldu Þýskalandi og Frakklandi þar sem félagið fari með sameiginlegan rétt. Samningurinn feli í sér fyrirframgreiðslu til Alvotech og áfangagreiðslur sem tengdar séu árangri í þróun og sölu lyfjanna. „Við metum mikils vaxandi samstarf okkar við Advanz Pharma, sem hófst snemma á síðasta ári og hefur nú verið útvíkkað og nær alls til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða. Við eigum það sameiginlegt að hafa óbilandi trú á vexti markaðarins fyrir líftæknilyfjahliðstæður og að leggja þunga áherslu á að auka aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum,“ er haft eftir Anil Okay, framkvæmdastjóra viðskipta hjá Alvotech. Ekki fyrsti samningurinn „Við erum spennt að treysta enn sambandið við Alvotech með þessari mikilvægu viðbót. Samstarf félaganna dregur fram einstaka styrkleika hvors aðila fyrir sig og undirstrikar að Advanz Pharma er kjörinn samstarfsaðili til markaðssetningar lyfseðilsskyldra lyfja í Evrópu,“ er haft eftir Susanna El-Armale, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunarsviðs Advanz Pharma. Í janúar síðastliðnum hafi Alvotech kynnt jákvæðar niðurstöður rannsóknar sem sýndu sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og samanburðarlyfsins Eylea, í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD). Aðalendapunktur rannsóknarinnar hafi verið uppfylltur. Í febrúar 2023 hafi Alvotech og Advanz Pharma tilkynnt að félögin hefðu gert samning um markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Samningurinn nái yfir Evrópska efnahagssvæðið, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland. Í maí 2023 hafi félögin svo tilkynnt að samstarf þeirra hefði verið útvíkkað og næði einnig til fyrirhugaðra hliðstæða við Simponi (golimumab) og Entyvio (vedolizumab), auk þriggja ónefndra fyrirhugaðra hliðstæða á fyrri stigum þróunar. Alvotech Lyf Tengdar fréttir Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16. júní 2024 08:36 Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. 7. júní 2024 08:47 Mest lesið Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Fleiri fréttir Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að Eylea sé líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augnbotnahrörnun, sjóndepilsbjúgi og sjónukvilla af völdum sykursýki. Á árinu 2023 hafi tekjur af sölu Eylea í Evrópu numið um 2,9 milljörðum Bandaríkjadala, 407 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gagnaveitunni IQVIA. Alvotech þrói nú AVT06, sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í lágum skammti (2 mg) og AVT29 sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í háum skammti (8 mg). Fá fyrirframgreiðslu Samkvæmt samkomulaginu muni Alvotech bera ábyrgð á þróun og framleiðslu á AVT06 og AVT29, en Advanz Pharma verði ábyrgt fyrir því að tryggja markaðsleyfi og sjá um sölu og markaðssetningu. Advanz Pharma fari með einkarétt til sölu í Evrópu, að frátöldu Þýskalandi og Frakklandi þar sem félagið fari með sameiginlegan rétt. Samningurinn feli í sér fyrirframgreiðslu til Alvotech og áfangagreiðslur sem tengdar séu árangri í þróun og sölu lyfjanna. „Við metum mikils vaxandi samstarf okkar við Advanz Pharma, sem hófst snemma á síðasta ári og hefur nú verið útvíkkað og nær alls til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða. Við eigum það sameiginlegt að hafa óbilandi trú á vexti markaðarins fyrir líftæknilyfjahliðstæður og að leggja þunga áherslu á að auka aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum,“ er haft eftir Anil Okay, framkvæmdastjóra viðskipta hjá Alvotech. Ekki fyrsti samningurinn „Við erum spennt að treysta enn sambandið við Alvotech með þessari mikilvægu viðbót. Samstarf félaganna dregur fram einstaka styrkleika hvors aðila fyrir sig og undirstrikar að Advanz Pharma er kjörinn samstarfsaðili til markaðssetningar lyfseðilsskyldra lyfja í Evrópu,“ er haft eftir Susanna El-Armale, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunarsviðs Advanz Pharma. Í janúar síðastliðnum hafi Alvotech kynnt jákvæðar niðurstöður rannsóknar sem sýndu sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og samanburðarlyfsins Eylea, í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD). Aðalendapunktur rannsóknarinnar hafi verið uppfylltur. Í febrúar 2023 hafi Alvotech og Advanz Pharma tilkynnt að félögin hefðu gert samning um markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Samningurinn nái yfir Evrópska efnahagssvæðið, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland. Í maí 2023 hafi félögin svo tilkynnt að samstarf þeirra hefði verið útvíkkað og næði einnig til fyrirhugaðra hliðstæða við Simponi (golimumab) og Entyvio (vedolizumab), auk þriggja ónefndra fyrirhugaðra hliðstæða á fyrri stigum þróunar.
Alvotech Lyf Tengdar fréttir Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16. júní 2024 08:36 Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. 7. júní 2024 08:47 Mest lesið Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Fleiri fréttir Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Sjá meira
Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16. júní 2024 08:36
Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. 7. júní 2024 08:47