
Hún fékk því ekki að fagna í Tælandi í apríl en fagnaði öðrum tímamótum með fjölskyldu og vinum um helgina.
Eygló Fanndal hefur bætt sig gríðarlega mikið á síðustu mánuðum og á lokamótinu í Tælandi þá setti hún tvö Norðurlandamet og þrjú Íslandsmet.
Lokamótið var í apríl en ásamt því að keppa á sjö undanmótum fyrir Ólympíuleikanna út um allan heim þá tókst henni að klára BS gráðu í læknisfræði á sama tíma.
Hún setti Norðurlandamet í -71 kílóa flokki með því bæði að lyfta 106 kílóum í snörun og 236 kílóum samanlagt. Hún náði einnig að lyfta 130 kílóum í jafnhendingu.
Eygló greindi frá því að samfélagsmiðlum að hún hafi útskrifast sem læknir um helgina.
„Kláraði BS gráðuna í læknisfræði. Þrjú ár búin og þrjú ár eftir,“ skrifaði Eygló en BS nám í læknisfræði er fullt nám í þrjú ár og fyrsta skrefið í átt að læknastarfi. Hún hefur nú sett stefnuna á það að vera búinn að klára læknisnámið þegar hún keppir mögulega á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028.