Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2024 15:00 Dauðar kríur sem Ólafur gekk fram á. Ólafur K. Nielsen Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur. Fuglar Dýr Veður Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur.
Fuglar Dýr Veður Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira