Viðfang tölvupóstsins, sem var skrifaður á ensku, var „EXERCISE EXERCISE EXERCISE“ eða „ÆFING ÆFING ÆFING“.
Í honum sagði að miklir jarðskjálftar hefðu fundist við Öræfajökul síðan snemma í morgun, og að á síðasta klukkutíma hefði gosóróa verið vart. Búist væri við eldgosi innan skammt. Í kjölfar þessa tölvupóstar sendi Veðurstofan annan þar sem ítrekað var að ekki ætti að taka fyrri tölvupóstinn alvarlega.
Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að æfingar sem þessar séu algengar, þær séu gerðar um tíu sinnum á ári.
„Þið hafið held ég ekki fengið svona pósta áður. Það voru kannski mistök að senda á ykkur,“ segir Böðvar við blaðamann og hlær. Þarna sé verið að æfa viðbragðsáætlun og að fjölmiðlar séu vitaskuld með í henni.
„Það var sent á vitlaust á netfang. Við sendum yfirleitt bara á innanhúsnetfang af því að verum að líkja því nákvæmlega eftir þegar það er eitthvað í gangi. Það eina sem hefur vantað eru símhringingar frá ykkur þegar eitthvað gerist, sem við reyndar fáum núna.“
Spurður út í stöðuna við Öræfajökul segir Böðvar að þar sé allt rólegt þessa stundina.