Hótanir í garð lögreglumanna komnar á borð saksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2024 19:23 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Lögregla hefur kært tvær hótanir í garð lögreglumanna til héraðssaksóknara. Formaður Landssambands lögreglumanna tengir hótanirnar beint við Palestínumótmæli sem staðið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. „Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“ Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
„Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira