Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni Árni Sæberg skrifar 13. júní 2024 16:04 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri. Stöð 2/Einar Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar til Kauphallar segir að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hafi lagt fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2024. Uppgjörið sé gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum Rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3.292 milljónir króna en gert hafi verið ráð fyrir í áætlun að hún yrði neikvæð um 1.935 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan sé því 1.357 milljónum króna lakari en áætlað var. Vetrarþjónusta og útgjöld vegna vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir Frávik skýrist einkum af hærri launakostnaði, sem hafi verið 349 milljónum króna hærri en áætlað var ásamt því að annar rekstrarkostnaður hafi verið 542 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir í áætlun. Helstu frávik skýrist af vetrarþjónustu, sem hafi farið 782 milljónir króna umfram fjárheimildir vegna aukinnar þjónustu og ótíðar, útgjalda vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir, sem hafi numið 346 milljónum króna umfram áætlun. Þá hafi kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði. Veltufé undir áætlun en meira en í fyrra Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITA) hafi verið jákvæð um 1.589 milljónir króna, sem sé um 1.036 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlun. Veltufé frá rekstri hafi verið jákvætt um 361 milljónir króna eða 789 milljónum króna lægra en áætlað var. Veltufé frá rekstri hafi 573 milljónum krónum betra en á sama tíma árið 2023. Rekstraruppgjörið hafi verið lagt fram í borgarráði í dag í samræmi við tímaáætlun um framlagningu á mánaðar- og árshlutauppgjörum ársins 2024. Reykjavík Borgarstjórn Efnahagsmál Snjómokstur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu Reykjavíkurborgar til Kauphallar segir að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hafi lagt fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2024. Uppgjörið sé gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum Rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3.292 milljónir króna en gert hafi verið ráð fyrir í áætlun að hún yrði neikvæð um 1.935 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan sé því 1.357 milljónum króna lakari en áætlað var. Vetrarþjónusta og útgjöld vegna vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir Frávik skýrist einkum af hærri launakostnaði, sem hafi verið 349 milljónum króna hærri en áætlað var ásamt því að annar rekstrarkostnaður hafi verið 542 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir í áætlun. Helstu frávik skýrist af vetrarþjónustu, sem hafi farið 782 milljónir króna umfram fjárheimildir vegna aukinnar þjónustu og ótíðar, útgjalda vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir, sem hafi numið 346 milljónum króna umfram áætlun. Þá hafi kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði. Veltufé undir áætlun en meira en í fyrra Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITA) hafi verið jákvæð um 1.589 milljónir króna, sem sé um 1.036 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlun. Veltufé frá rekstri hafi verið jákvætt um 361 milljónir króna eða 789 milljónum króna lægra en áætlað var. Veltufé frá rekstri hafi 573 milljónum krónum betra en á sama tíma árið 2023. Rekstraruppgjörið hafi verið lagt fram í borgarráði í dag í samræmi við tímaáætlun um framlagningu á mánaðar- og árshlutauppgjörum ársins 2024.
Reykjavík Borgarstjórn Efnahagsmál Snjómokstur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira