Um tólf vopnuð útköll lögreglu og sérsveitar í hverri viku Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 22:23 Sérsveitin ber alltaf vopn en ekki almenn lögregla. Vísir/Vilhelm Alls fór lögreglan á Íslandi í 180 útköll á síðasta ári þar sem hún þurfti að vopnast. Flest voru útköllin á höfuðborgarsvæðinu, eða alls 97. Sérsveitin fór í alls 461 vopnuð útköll á síðasta ári. Samanlagt eru það 558 útköll eða um 12 útköll á viku. Um helmingur allra vopnaðra útkalla almennrar lögreglu voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest voru þau svo á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra þar sem þau voru í heildina 48, 24 í hvoru umdæmi. Lögreglan fór þannig í um þrjú útköll á viku þar sem almenn lögregla þurfti að vopnast. Fæst vopnuð útköll voru í Vestmannaeyjum og Norðurlandi vestra þar sem aðeins var um að ræða eitt vopnað útkall í fyrra. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svari dómsmálaráðherra er birt tölfræði um vopnuð útköll almennrar lögreglu allt til ársins 2016 og má sjá að þeim hefur fjölgað í flestum embættum eða staðið í stað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim fjölgað úr alls fjórtán árið 2016 í 97 í fyrra. Á Suðurnesjum fækkaði þeim verulega en byrjaði svo að fjölga aftur í fyrra. Á Norðurlandi eystra fjölgaði þeim verulega en þar höfðu þau ekki verið fleiri en tíu öll árin en urðu svo 24 í fyrra. Á Suðurlandi voru þau alls 15 í fyrra en hafa þó aldrei verið svo mörg þar. Mest hafa þau verið tíu árið 2021. Á Austurlandi voru þau svo átta í fyrra en voru flest þrjú árið 2021. Á Vestfjörðum voru þau alls fimm en voru fyrir það mest tvö. Í svari dómsmálaráðherra er líka farið yfir fjölda vopnaðra útkalla sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þeim hefur einnig fjölgað verulega. Í fyrra voru þau alls 461 en voru 50 árið 2013. Það eru um átta útköll á viku. Lögreglan Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Um helmingur allra vopnaðra útkalla almennrar lögreglu voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest voru þau svo á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra þar sem þau voru í heildina 48, 24 í hvoru umdæmi. Lögreglan fór þannig í um þrjú útköll á viku þar sem almenn lögregla þurfti að vopnast. Fæst vopnuð útköll voru í Vestmannaeyjum og Norðurlandi vestra þar sem aðeins var um að ræða eitt vopnað útkall í fyrra. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svari dómsmálaráðherra er birt tölfræði um vopnuð útköll almennrar lögreglu allt til ársins 2016 og má sjá að þeim hefur fjölgað í flestum embættum eða staðið í stað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim fjölgað úr alls fjórtán árið 2016 í 97 í fyrra. Á Suðurnesjum fækkaði þeim verulega en byrjaði svo að fjölga aftur í fyrra. Á Norðurlandi eystra fjölgaði þeim verulega en þar höfðu þau ekki verið fleiri en tíu öll árin en urðu svo 24 í fyrra. Á Suðurlandi voru þau alls 15 í fyrra en hafa þó aldrei verið svo mörg þar. Mest hafa þau verið tíu árið 2021. Á Austurlandi voru þau svo átta í fyrra en voru flest þrjú árið 2021. Á Vestfjörðum voru þau alls fimm en voru fyrir það mest tvö. Í svari dómsmálaráðherra er líka farið yfir fjölda vopnaðra útkalla sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þeim hefur einnig fjölgað verulega. Í fyrra voru þau alls 461 en voru 50 árið 2013. Það eru um átta útköll á viku.
Lögreglan Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira