Borða með puttunum á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2024 21:04 Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem segir uppátækið í hellunum við Hellu hafa algjörlega slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira