Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að tilkynning hafi borist klukkan 23:50 í gærkvöldi um átök í heimahúsi. Tilkynningu hafi fylgt að einn hafi verið stunginn með hnífi. Lögregla og sjúkralið hafi þegar farið á vettvang.
Karlmaður hafi verið fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann hafi verið með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar.
Grunaði, ungur karlmaður, hafi verið handtekinn á staðnum og færður í fangahús á Ísafirði. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum muni í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sæti gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki tímabært að gefa frekari upplýsingar um málið.