Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 13:08 Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995, hefur staðið sig einstaklega vel með sínum sjálfboðaliðum að hreinsa fjörur landsins í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira