Siðanefnd sýknar Halldór og Vísi af kæru Arnars Þórs Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2024 11:35 Siðanefnd BÍ bendir Arnari Þór á að skopmynd Halldórs sé hans tjáning en ef hann telji að vegið sé að æru sinni og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómsstóla. vísir/vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Kæruefni málsins er skopmynd sem birtist á vef Vísis þann 18. maí og fór grínið öfugt ofan í Arnar Þór sem þar er teiknaður upp í nasistabúningi. Hann tók sig því til og kærði Halldór og reyndar Vísi einnig til siðanefndar BÍ. Í kærunni segir að mynd Halldórs Baldurssonar brjóti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Kæranda sé stillt upp í nasistabúningi en slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Í úrskurði siðanefndarinnar segir að skopmyndin feli í sér tjáningu Halldórs og siðareglurnar setji ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna.“ Bent er á að telji Arnar Þór að tjáning Halldórs hafi vegið að æru hans og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómstóla og lúti settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Úrskurðarorð eru einfaldlega: „Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.“ Athugasemd. Vísir er aðili máls sem annar hinna kærðu í siðanefndarmáli Arnars Þórs. Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Grín og gaman Sýn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Kæruefni málsins er skopmynd sem birtist á vef Vísis þann 18. maí og fór grínið öfugt ofan í Arnar Þór sem þar er teiknaður upp í nasistabúningi. Hann tók sig því til og kærði Halldór og reyndar Vísi einnig til siðanefndar BÍ. Í kærunni segir að mynd Halldórs Baldurssonar brjóti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Kæranda sé stillt upp í nasistabúningi en slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Í úrskurði siðanefndarinnar segir að skopmyndin feli í sér tjáningu Halldórs og siðareglurnar setji ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna.“ Bent er á að telji Arnar Þór að tjáning Halldórs hafi vegið að æru hans og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómstóla og lúti settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Úrskurðarorð eru einfaldlega: „Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.“ Athugasemd. Vísir er aðili máls sem annar hinna kærðu í siðanefndarmáli Arnars Þórs.
Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Grín og gaman Sýn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira