Orkuskipti í forgang Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 10. júní 2024 17:00 Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar