Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júní 2024 10:48 Dögg hvetur fólk til þess að skoða samfélagsmiðla með gagnrýnni hugsun að leiðarljósi. Vísir/Getty Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. Þetta segir Dögg Guðmundsdóttir næringarfræðingur í Bítinu á Bylgjunni. Tilefnið er grein hennar og kollega hennar Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur um næringarfræði og samfélagsmiðla. Þar velta þær fyrir sér hvort samfélagsmiðlar séu að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausin vegna rangfærslna um næringu. Fólk ofmeti þekkingu sína „Við vitum að við getum unnið gegn ákveðnum sjúkdómum með góðu mataræði og erum að velta fyrir okkur röngum upplýsingum sem eru í gangi í villta vestrinu sem eru samfélagsmiðlar,“ segir Dögg í Bítinu. Hún segir þær röngu upplýsingar af allskyns toga, meðal annars um ónauðsynleg fæðubótarefni og kjöt. Algóritmi samfélagsmiðla haldi röngum upplýsingum að fólki og nefnir Dögg hin svokölluðu Dunning Kruger áhrif. „Það eru semsagt þau áhrif þegar fólk fer að ofmeta sína eigin þekkingu og þá vill það gerast að fólk einblíni á eitthvað eitt ákveðið og fer að ofmeta það í staðinn fyrir að horfa á heildarmyndina og fer jafnvel að leita sér að upplýsingum sem staðfesta það, hvort sem það sé meðvitað eða ómeðvitað. Þá oft með ritrýndum greinum og svoleiðis en hunsar þá algjörlega þær greinar sem vega á móti.“ Áhrifavaldar öflugir í rangfærslunum Dögg minnir á að næringarfræði snúist sem vísindagrein um að líta á heildarmyndina. Skoða allar rannsóknir. Nóg sé til af rangfærslum og fólki sem haldi þeim ítrekað fram og nefnir Dögg að það séu oft áhrifavaldar af einvherju tagi. „Svo er þetta náttúrulega oft með samfélagsmiðla, að þeir eru landamæralausir, þannig þetta eru oft áhrifavaldar erlendis frá og svo eru þeir oft líka hérlendis. Þannig það myndast oft stemning sem er erfitt að ráða við og það fer mikil orka í að leiðrétta allskonar svona mýtur.“ Dögg segir alveg ljóst að þetta grafi undan næringafræðinni. Þeir sem harðastir séu ráðleggi fólki að treysta ekki sérfræðingum og nefni í því samhengi að rannsóknir þeirra byggi ekki á einstaka atriðum. „En við erum náttúrulega ekki að nota einhverjar ákveðnar rannsóknir, við skoðum bara rannsóknir í heild sinni og vegum og metum upplýsingar eftir því, af því að rannsóknir eru allskonar eftir því hvað er leiðrétt fyrir, hvað er verið að skoða, hvaða mengi, hversu stórar þær eru og svo framvegis.“ Fólk slökkvi á sér þegar það skoði samfélagsmiðla Dögg segist helst ráðleggja fólki að taka til á samfélagsmiðlum sínum. Það sé eðlilegt að fólki hætti til að slökkva á sér þegar það noti miðlana, enda sé þar að finna allskonar skemmtiefni, sem gjarnan sé heiladautt. Inn á milli slæðist hinsvegar rangfærslur. „Og þá er kannski slökkt á gagnrýnu hugsuninni, þannig aðeins að fara inn í þetta með gagnrýna hugsun. Eru þessar upplýsingar bestar fyrir mig? Get ég treyst þessum einstaklingi fyrir minni heilsu? Get ég tekið þessum ráðleggingum og ef ekki, þá jafnvel bara affylgja, unfollowa, eða jafnvel reporta ef þú ert ekki að fylgja einstaklingnum og þetta bara kemur upp.“ Dögg minnir á að grúppur á Facebook séu gjarnan bergmálsklefar. Þar safnist saman einstaklingar sem séu gjarnan sammála hvor öðrum og ákveðnar hugmyndir fái þar með staðfestingu. Sniðugt sé að skoða slíkar grúppur með gagnrýnni hugsun, jafnvel yfirgefa þær. Heilsa Matur Samfélagsmiðlar Bítið Tengdar fréttir Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þetta segir Dögg Guðmundsdóttir næringarfræðingur í Bítinu á Bylgjunni. Tilefnið er grein hennar og kollega hennar Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur um næringarfræði og samfélagsmiðla. Þar velta þær fyrir sér hvort samfélagsmiðlar séu að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausin vegna rangfærslna um næringu. Fólk ofmeti þekkingu sína „Við vitum að við getum unnið gegn ákveðnum sjúkdómum með góðu mataræði og erum að velta fyrir okkur röngum upplýsingum sem eru í gangi í villta vestrinu sem eru samfélagsmiðlar,“ segir Dögg í Bítinu. Hún segir þær röngu upplýsingar af allskyns toga, meðal annars um ónauðsynleg fæðubótarefni og kjöt. Algóritmi samfélagsmiðla haldi röngum upplýsingum að fólki og nefnir Dögg hin svokölluðu Dunning Kruger áhrif. „Það eru semsagt þau áhrif þegar fólk fer að ofmeta sína eigin þekkingu og þá vill það gerast að fólk einblíni á eitthvað eitt ákveðið og fer að ofmeta það í staðinn fyrir að horfa á heildarmyndina og fer jafnvel að leita sér að upplýsingum sem staðfesta það, hvort sem það sé meðvitað eða ómeðvitað. Þá oft með ritrýndum greinum og svoleiðis en hunsar þá algjörlega þær greinar sem vega á móti.“ Áhrifavaldar öflugir í rangfærslunum Dögg minnir á að næringarfræði snúist sem vísindagrein um að líta á heildarmyndina. Skoða allar rannsóknir. Nóg sé til af rangfærslum og fólki sem haldi þeim ítrekað fram og nefnir Dögg að það séu oft áhrifavaldar af einvherju tagi. „Svo er þetta náttúrulega oft með samfélagsmiðla, að þeir eru landamæralausir, þannig þetta eru oft áhrifavaldar erlendis frá og svo eru þeir oft líka hérlendis. Þannig það myndast oft stemning sem er erfitt að ráða við og það fer mikil orka í að leiðrétta allskonar svona mýtur.“ Dögg segir alveg ljóst að þetta grafi undan næringafræðinni. Þeir sem harðastir séu ráðleggi fólki að treysta ekki sérfræðingum og nefni í því samhengi að rannsóknir þeirra byggi ekki á einstaka atriðum. „En við erum náttúrulega ekki að nota einhverjar ákveðnar rannsóknir, við skoðum bara rannsóknir í heild sinni og vegum og metum upplýsingar eftir því, af því að rannsóknir eru allskonar eftir því hvað er leiðrétt fyrir, hvað er verið að skoða, hvaða mengi, hversu stórar þær eru og svo framvegis.“ Fólk slökkvi á sér þegar það skoði samfélagsmiðla Dögg segist helst ráðleggja fólki að taka til á samfélagsmiðlum sínum. Það sé eðlilegt að fólki hætti til að slökkva á sér þegar það noti miðlana, enda sé þar að finna allskonar skemmtiefni, sem gjarnan sé heiladautt. Inn á milli slæðist hinsvegar rangfærslur. „Og þá er kannski slökkt á gagnrýnu hugsuninni, þannig aðeins að fara inn í þetta með gagnrýna hugsun. Eru þessar upplýsingar bestar fyrir mig? Get ég treyst þessum einstaklingi fyrir minni heilsu? Get ég tekið þessum ráðleggingum og ef ekki, þá jafnvel bara affylgja, unfollowa, eða jafnvel reporta ef þú ert ekki að fylgja einstaklingnum og þetta bara kemur upp.“ Dögg minnir á að grúppur á Facebook séu gjarnan bergmálsklefar. Þar safnist saman einstaklingar sem séu gjarnan sammála hvor öðrum og ákveðnar hugmyndir fái þar með staðfestingu. Sniðugt sé að skoða slíkar grúppur með gagnrýnni hugsun, jafnvel yfirgefa þær.
Heilsa Matur Samfélagsmiðlar Bítið Tengdar fréttir Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20