Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 09:27 Almog Meir Jan, einn gíslanna sem var frelsaður á laugardag, í fylgd ísraelskra hermanna. Hann er sagður einn þriggja gísla sem fundust á heimili blaðamanns. AP/Tomer Appelbaum Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. Gíslarnir þrír voru teknir höndum í árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Nova-tónlistarhátíðina 7. október. Ísraelsher frelsaði þá og fjórða gíslinni í blóðugri hernaðaraðgerð í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gasa á laugardag. Í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér var fullyrt að mennirnir þrír hafi verið í haldi Abdallah Aljamal og fjölskyldu hans. Aljamal þessi hefði verið útsendari Hamas og skrifað fyrir al-Jazeera sem ísraelsk stjórnvöld úthýstu í síðasta mánuði. CNN-fréttastöðin segir að herinn hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Al-Jazeera segir fullyrðingar Ísraelshers algerlega stoðlausar. Þær séu liður í áframhaldandi atlögu ísraelskra stjórnvalda að heiðri og sjálfstæði fréttastöðvarinnar með rógburði og upplýsingafalsi. Aljamal hafi aldrei starfað fyrir stöðina en skoðunarpistill eftir hann hafi einu sinni birst á vefsíðu al-Jazeera árið 2019. Aljamal starfaði í lausamennsku fyrir The Palestine Chronicle, bandaríska vefsíðu um Palestínu. Sá miðill segir að Aljamal hafi aðeins fjallað um mannúðarástandið á Gasa í fréttaskeytum sínum. Aljamal, eiginkona hans og faðir eru sögð hafa verið felld í árás Ísraelshers. Yfirvöld á Gasa segja að 274 Palestínumann hafi fallið í árás Ísraela og tæplega sjö hundruð særst. Ísraelsher heldur því fram að mannfallið hafi verið umtalsvert minna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Gíslarnir þrír voru teknir höndum í árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Nova-tónlistarhátíðina 7. október. Ísraelsher frelsaði þá og fjórða gíslinni í blóðugri hernaðaraðgerð í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gasa á laugardag. Í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér var fullyrt að mennirnir þrír hafi verið í haldi Abdallah Aljamal og fjölskyldu hans. Aljamal þessi hefði verið útsendari Hamas og skrifað fyrir al-Jazeera sem ísraelsk stjórnvöld úthýstu í síðasta mánuði. CNN-fréttastöðin segir að herinn hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Al-Jazeera segir fullyrðingar Ísraelshers algerlega stoðlausar. Þær séu liður í áframhaldandi atlögu ísraelskra stjórnvalda að heiðri og sjálfstæði fréttastöðvarinnar með rógburði og upplýsingafalsi. Aljamal hafi aldrei starfað fyrir stöðina en skoðunarpistill eftir hann hafi einu sinni birst á vefsíðu al-Jazeera árið 2019. Aljamal starfaði í lausamennsku fyrir The Palestine Chronicle, bandaríska vefsíðu um Palestínu. Sá miðill segir að Aljamal hafi aðeins fjallað um mannúðarástandið á Gasa í fréttaskeytum sínum. Aljamal, eiginkona hans og faðir eru sögð hafa verið felld í árás Ísraelshers. Yfirvöld á Gasa segja að 274 Palestínumann hafi fallið í árás Ísraela og tæplega sjö hundruð særst. Ísraelsher heldur því fram að mannfallið hafi verið umtalsvert minna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58
Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28