Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:01 Elliot í sjúkraflugi frá Íslandi heim til Norwich. Þar tók við tveggja vikna spítalavist til viðbótar við þriggja vikna dvöl á Landspítalanum. Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Zak Nelson og Elliot Griffiths komu til Íslands 19. apríl síðastliðinn. Slysið varð á fyrsta degi ferðalagsins, bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist og Elliot slasaðist alvarlega, eins og Zak lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skömmu eftir slysið. Elliot var þá of þungt haldinn til að veita viðtal en nú, eftir þrjár vikur á Landspítalanum, sjúkraflug heim til Norwich og tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi þar til viðbótar, horfir allt til betri vegar. „Þetta hefur verið ferðalag, það er langt í að ég nái bata. Ég er enn að venjast því hvað ég get og hvað ég get ekki gert,“ segir Elliot við fréttamann gegnum fjarfundarbúnað. Hann er með Zak sér við hlið á heimili þeirra í Norwich. Viðtalið við Elliot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Kraftaverk að vera á lífi Elliot segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það var stundum ógnvekjandi. Ég áttaði mig stundum á því hvað ég var nálægt því að láta lífið. Það skelfilegasta var að ég hélt að ég myndi deyja og að ég gæti ekki kvatt þig [Zak]. Að þetta væri búið. En teymið á gjörgæsludeildinni hélt mér á lífi og núna get ég setið hérna, sem er í rauninni kraftaverk. Ég hefði ekki átt að lifa af það sem við lentum í.“ Elliot, þungt haldinn og undir áhrifum sterkra lyfja þegar hann var fluttur á Landspítalann, bað Zak um að giftast sér þá og þegar, eins og fram hefur komið. „Eitt augnablik hélt ég að hann [Zak] hefði dáið á leiðinni á spítalann. Þegar mér varð ljóst að hann væri enn á lífi, því ég heyrði röddina í honum... Þegar ég hélt að hann væri dáinn varð mér ljóst að ég gæti ekki lifað án hans. Fyrsta spurning Zaks eftir bónorðið var raunar: Ertu alveg viss?“ Veifuðu íslenska fánanum Zak og Elliot eru miklir Eurovision-aðdáendur og fylgdust með keppninni frá sjúkrabeði þess síðarnefnda. Þeir keyptu íslenska fánann sem hangir á milli þeirra sérstaklega fyrir tilefnið. „Við veifuðum fánanum, dönsuðum um sjúkrastofuna... Ja, þú [Zak] dansaðir um stofuna, ég dansaði í rúminu, og nutum þess að horfa á Eurovision. Þarna glitti í eðlilegt ástand.“ Viðtalið við Zak á Landspítalanum úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. apríl má sjá hér fyrir neðan. Brúðkaup þeirra Zaks og Elliots er svo á dagskrá um leið og Elliot hefur heilsu til. „Áreksturinn reyndi að taka framtíðina frá okkur svo ég get ekki beðið eftir að fagna þeirri framtíð sem við höfum. Þetta verður fallegt brúðkaup.“ En munu þeir einhvern tímann snúa aftur til Íslands í fríið sem aldrei varð? Elliot var hikandi fyrst um sinn en Ísland togar í hann. „Mér þætti yndislegt að sjá Reykjavík, ég gat ekkert skoðað mig um. Ég sá kirkjuna [Hallgrímskirkju] út um gluggann á spítalanum en náði aldrei að fara og skoða hana. Þannig að mér þætti frábært að fara aftur á spítalann og þakka fólkinu sem bjargaði lífi mínu,“ segir Elliot. „En við munum ef til vill ekki keyra neitt,“ bætir hann kíminn við að lokum. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Zak Nelson og Elliot Griffiths komu til Íslands 19. apríl síðastliðinn. Slysið varð á fyrsta degi ferðalagsins, bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist og Elliot slasaðist alvarlega, eins og Zak lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skömmu eftir slysið. Elliot var þá of þungt haldinn til að veita viðtal en nú, eftir þrjár vikur á Landspítalanum, sjúkraflug heim til Norwich og tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi þar til viðbótar, horfir allt til betri vegar. „Þetta hefur verið ferðalag, það er langt í að ég nái bata. Ég er enn að venjast því hvað ég get og hvað ég get ekki gert,“ segir Elliot við fréttamann gegnum fjarfundarbúnað. Hann er með Zak sér við hlið á heimili þeirra í Norwich. Viðtalið við Elliot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Kraftaverk að vera á lífi Elliot segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það var stundum ógnvekjandi. Ég áttaði mig stundum á því hvað ég var nálægt því að láta lífið. Það skelfilegasta var að ég hélt að ég myndi deyja og að ég gæti ekki kvatt þig [Zak]. Að þetta væri búið. En teymið á gjörgæsludeildinni hélt mér á lífi og núna get ég setið hérna, sem er í rauninni kraftaverk. Ég hefði ekki átt að lifa af það sem við lentum í.“ Elliot, þungt haldinn og undir áhrifum sterkra lyfja þegar hann var fluttur á Landspítalann, bað Zak um að giftast sér þá og þegar, eins og fram hefur komið. „Eitt augnablik hélt ég að hann [Zak] hefði dáið á leiðinni á spítalann. Þegar mér varð ljóst að hann væri enn á lífi, því ég heyrði röddina í honum... Þegar ég hélt að hann væri dáinn varð mér ljóst að ég gæti ekki lifað án hans. Fyrsta spurning Zaks eftir bónorðið var raunar: Ertu alveg viss?“ Veifuðu íslenska fánanum Zak og Elliot eru miklir Eurovision-aðdáendur og fylgdust með keppninni frá sjúkrabeði þess síðarnefnda. Þeir keyptu íslenska fánann sem hangir á milli þeirra sérstaklega fyrir tilefnið. „Við veifuðum fánanum, dönsuðum um sjúkrastofuna... Ja, þú [Zak] dansaðir um stofuna, ég dansaði í rúminu, og nutum þess að horfa á Eurovision. Þarna glitti í eðlilegt ástand.“ Viðtalið við Zak á Landspítalanum úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. apríl má sjá hér fyrir neðan. Brúðkaup þeirra Zaks og Elliots er svo á dagskrá um leið og Elliot hefur heilsu til. „Áreksturinn reyndi að taka framtíðina frá okkur svo ég get ekki beðið eftir að fagna þeirri framtíð sem við höfum. Þetta verður fallegt brúðkaup.“ En munu þeir einhvern tímann snúa aftur til Íslands í fríið sem aldrei varð? Elliot var hikandi fyrst um sinn en Ísland togar í hann. „Mér þætti yndislegt að sjá Reykjavík, ég gat ekkert skoðað mig um. Ég sá kirkjuna [Hallgrímskirkju] út um gluggann á spítalanum en náði aldrei að fara og skoða hana. Þannig að mér þætti frábært að fara aftur á spítalann og þakka fólkinu sem bjargaði lífi mínu,“ segir Elliot. „En við munum ef til vill ekki keyra neitt,“ bætir hann kíminn við að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51