Blása til styrktarleiks í minningu Bjarka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2024 11:05 Bjarki Gylfason var 36 ára þegar hann lést í mars. vísir/hulda margrét Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930 Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira