Blása til styrktarleiks í minningu Bjarka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2024 11:05 Bjarki Gylfason var 36 ára þegar hann lést í mars. vísir/hulda margrét Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930 Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum