Séreign er ekki það sama og séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 08:01 Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun