Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 10:14 Grímur segir algerlega óskiljanlegt að Vinstri græn séu í samkrulli við þá Birgi Þórarinsson og Ásmund Friðriksson, menn sem standa fyrir allt sem Vinstri græn segjast ekki vera um. vísir/vilhelm Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira