Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að þrekvirki hafi verið unnið og að vinna við að koma á varatengingu við bæinn sé nú lokið töluvert á undan áætlun.
Í hraunflæðinu skemmdist loftlína fyrir rafmagn verulega og því var ákveðið að fæða bæinn eftir annarri leið beint frá Svartsengi niður með svokölluðum niðurdælingarvegi.
Fyrirliggjandi strengur þaðan og til Grindavíkur var nýttur og til þess þurfti að leggja streng um fjögurra kílómetra leið.