Meirihlutinn í Suðurnesjabæ klofinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:37 Málið varðar gervigrasvöll og hvort hann eigi að vera hafður í Sandgerði eða Garði, tveimur helstu þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins. Suðurnesjabær Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa. Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er. Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er.
Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira