Mætti manni, veitti honum eftirför og réðst svo á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 17:32 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað. Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað. Dómsmál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira