Mætti manni, veitti honum eftirför og réðst svo á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 17:32 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað. Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira