Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að tré hafi rifnað upp með rótum og þverað veginn Reynivelli í Vallahverfi á Selfossi. Þá hafi annað tré fallið á hús í hverfinu.

Hann segir að ýmsar tilkynningar hafi borist frá íbúum Selfoss og víða í Árnessýslu. Þannig hafi tunnur fokið víða, járn fokið af þaki og fótboltamörk fokið í átt að húsum.

Mikið hvassviðri er nú víða á landi og eru appelsínugular viðvaranir í gildi víða um land til miðnættis annað kvöld.
Ert þú með myndir af óveðrinu? Þú getur sent okkur póst með myndum á ritstjorn@visir.is