Segir VG leita að tilefni til að slíta samstarfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2024 14:37 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lýsti andrúmsloftinu á Alþingi í ræðu sem hún fór með undir liðnum störf þingsins. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gerði stöðu og líf ríkistjórnarinnar að umfjöllunarefni í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins. Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56
„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46
Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05
Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?