Telur ekki að Katrín hafi gert mistök Tómas Arnar Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júní 2024 15:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, telur ekki að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök með því að gefa kost á sér til embætti forseta Íslands. Vísir/Vilhelm „Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira