Icelandair misþyrmi íslenskri tungu Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 08:02 Þegar María Helga reyndi að stauta sig í gegnum: „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag,“ varð henni nóg boðið. aðsend Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins. Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira