Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 11:31 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira