Seinkun á tölum ekki að ástæðulausu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2024 19:59 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar er ánægð með framkvæmd kosninganna. Vísir/Vilhelm Formaður landskjörstjórnar segir forsetakosningarnar sem og talningu atkvæða hafa gengið mjög vel fyrir sig. Hún segir hvergi hafa þurft að efna til endurtalningar og að ýmsar ástæður geti legið að baki þegar niðurstöðum talninga seinkar. Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira