Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júní 2024 12:09 Halla Hrund segir mikilvægt að hafa náð að koma mikilvægi náttúruauðlinda og hugvits á dagskrá í forsetakosningunum. Vísir/Arnar Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. „Hún á eftir að sinna þessu þýðingamikla hlutverkinu af alúð og metnaði. Megi gleði og gæfa fylgja kjöri hennar fyrir land og þjóð,“ segir Halla Hrund í færslu á Facebook-síðu sinni um nýkjörinn forseta. Halla þakkar stuðningsfólki sínu stuðninginn. „Þið hafið umvafið þessa kosningabaráttu eins og óskasteinar á sporbaug. Þvílíkur dugnaður og kraftur. Hjálpsemi og húmor. Heilindi og umhyggja. Takk fyrir allt!,“ segir Halla og að þeim hafi tekist, í sameiningu, að setja mikilvægi náttúruauðlinda okkar og hugvits á dagskrá. „Það er því með hjartað fullt af þakklæti sem ég held inn í þennan fallega sunnudag og hugsa hlýlega til tímans að baki. Við skulum svo sannarlega vera til staðar fyrir hvert annað, leggjast á árarnar þegar á móti blæs og hvetja ætíð til góðra verka fyrir Ísland. Því þannig eru björtustu tímar lýðveldisins framundan,“ segir Halla Hrund. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir það traust sem það veitti henni í atkvæðagreiðslunni í gær. 2. júní 2024 11:39 „Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26 Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Hún á eftir að sinna þessu þýðingamikla hlutverkinu af alúð og metnaði. Megi gleði og gæfa fylgja kjöri hennar fyrir land og þjóð,“ segir Halla Hrund í færslu á Facebook-síðu sinni um nýkjörinn forseta. Halla þakkar stuðningsfólki sínu stuðninginn. „Þið hafið umvafið þessa kosningabaráttu eins og óskasteinar á sporbaug. Þvílíkur dugnaður og kraftur. Hjálpsemi og húmor. Heilindi og umhyggja. Takk fyrir allt!,“ segir Halla og að þeim hafi tekist, í sameiningu, að setja mikilvægi náttúruauðlinda okkar og hugvits á dagskrá. „Það er því með hjartað fullt af þakklæti sem ég held inn í þennan fallega sunnudag og hugsa hlýlega til tímans að baki. Við skulum svo sannarlega vera til staðar fyrir hvert annað, leggjast á árarnar þegar á móti blæs og hvetja ætíð til góðra verka fyrir Ísland. Því þannig eru björtustu tímar lýðveldisins framundan,“ segir Halla Hrund.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir það traust sem það veitti henni í atkvæðagreiðslunni í gær. 2. júní 2024 11:39 „Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26 Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir það traust sem það veitti henni í atkvæðagreiðslunni í gær. 2. júní 2024 11:39
„Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26
Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25
Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum