Segir allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði forseti Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2024 01:08 Katrín Jakobsdóttir í kosningavökunni sinni. Hún óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju þar sem að allt bendi til þess að hún verði næsti forseti Íslands. Anton Brink Katrín Jakobsdóttir segist ekki tilbúin að lýsa yfir ósigri í forsetakosningunum, hins vegar bendi allt til þess að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins. Hún segir að mikið þyrfti að gerast svo þau úrslit breytist. „Mér sýnist tölurnar allar stefna í sömu átt. Það falla öll vötn til Dýrafjarðar. Ég tel allar líkur á því að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands, og ég óska henni til hamingju með það,“ sagði Katrín í samtali við Stöð 2. „Mér sýnist allt stefna í það miðað við þessar tölur. Það er svona ótvíræð sveifla þannig mér sýnist allt stefna í það.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er Halla T. með tæplega 33 prósentustig og Katrín með rúmlega 26 prósent. Líkt og áður segir vill Katrín ekki meina að hún sé að lýsa yfir ósigri. „Ég er bara að horfa á tölurnar og benda á að það stefni í það,“ segir hún. Katrín segist ekki sjá eftir því að hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þá átti hún erfitt með að segja hvað væri fram undan hjá sér. Framundan séu ný verkefni og nýr vettvangur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verði eitthvað skemmtilegt.“ „Það leggast bara vel í mig. Ég hef alltaf sagt það, það er þjóðin sem velur forsetann og við fylkjum okkur að baki forsetanum þegar hann hefur verið kjörinn.“ Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Mér sýnist tölurnar allar stefna í sömu átt. Það falla öll vötn til Dýrafjarðar. Ég tel allar líkur á því að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands, og ég óska henni til hamingju með það,“ sagði Katrín í samtali við Stöð 2. „Mér sýnist allt stefna í það miðað við þessar tölur. Það er svona ótvíræð sveifla þannig mér sýnist allt stefna í það.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er Halla T. með tæplega 33 prósentustig og Katrín með rúmlega 26 prósent. Líkt og áður segir vill Katrín ekki meina að hún sé að lýsa yfir ósigri. „Ég er bara að horfa á tölurnar og benda á að það stefni í það,“ segir hún. Katrín segist ekki sjá eftir því að hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þá átti hún erfitt með að segja hvað væri fram undan hjá sér. Framundan séu ný verkefni og nýr vettvangur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verði eitthvað skemmtilegt.“ „Það leggast bara vel í mig. Ég hef alltaf sagt það, það er þjóðin sem velur forsetann og við fylkjum okkur að baki forsetanum þegar hann hefur verið kjörinn.“
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira