Telur fylgið hafa farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:51 Halla Hrund og Kristján Freyr ásamt Hildi Kristínu dóttur þeirra í Hörpu í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Ég er nú bara komin í mína allra fyrstu kosningabaráttu og kom kannski inn svolítið ný á sviðið. Þannig að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06