Telur fylgið hafa farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:51 Halla Hrund og Kristján Freyr ásamt Hildi Kristínu dóttur þeirra í Hörpu í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Ég er nú bara komin í mína allra fyrstu kosningabaráttu og kom kannski inn svolítið ný á sviðið. Þannig að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent