Mahomes í hlutverki leiðsögumanns í heimsókn Chiefs í Hvíta húsið Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 08:01 Joe Biden hélt ræðu með Chiefs hjálm á höfðinu. Vísir/Getty Lið Kansas City Chiefs mætti í heimsókn í Hvíta húsið af því tilefni að liðið vann Ofurskálina í NFL-deildinni á síðasta tímabili. Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns í heimsókninni. Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina. NFL Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina.
NFL Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum