Mahomes í hlutverki leiðsögumanns í heimsókn Chiefs í Hvíta húsið Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 08:01 Joe Biden hélt ræðu með Chiefs hjálm á höfðinu. Vísir/Getty Lið Kansas City Chiefs mætti í heimsókn í Hvíta húsið af því tilefni að liðið vann Ofurskálina í NFL-deildinni á síðasta tímabili. Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns í heimsókninni. Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina. NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Sjá meira
Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina.
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Sjá meira