Ósk um aðstoð barst björgunarsveitum um klukkan hálf sex, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingarfulltrúar Landsbjargar. Hann hafði ekki upplýsingar um hversu alvarleg veikindin væru en maðurinn er hluti af hópi ferðamanna á jeppa ekki langt frá Skálpanesi á austanverðum jöklinum, vestan við Hvítaárvatn.
Björgunarsveitarfólk á jeppum og vélsleðum nálgast nú ferðamennina bæði vestan- og austanmegin frá. Jón Þór segir að sveitirnar hafi verið nánast komnar að skála í Klaka suður af Hvítárvatni nú skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Snjóbíll var einnig á leiðinni á staðinn.