„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 10:31 Ætli Óskari hafi ekki þarna tekist vel til að ná Arnari aðeins upp. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira