„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 10:31 Ætli Óskari hafi ekki þarna tekist vel til að ná Arnari aðeins upp. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira